23.08.2020 17:00

Haldið i hvalaskoðun með Ömmu Helgu

                     7800 Amma Helga heldur i Hvalaskoðun frá Húsavik  i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

                                              7800 Amma Helga mynd þorgeir Baldursson 2020

                               Haldið i Hvalaskoðun á Ömmu Helgu mynd þorgeir Baldursson 2020

                                    Bætt i ferðina og haldið útá Skjálfandaflóa mynd þorgeir Baldursson 

            Amma Helga kominn á fulla ferð með stefnu á spegilsléttann skjálfandaflóann mynd þorgeir Baldursson

                                           Komið úr Hvalaskoðun með GG mynd þorgeir Baldursson 

                       Aðstaða GG og miðasala á þaki Björgunsveitarinnar Garðars mynd þorgeir Baldursson 

22.08.2020 10:49

Beitir NK 123

                       2900 Beitir NK 123 á siglingu á austfjarðamiðunm mynd þorgeir Baldursson 2020

20.08.2020 12:18

Baldvin Njálsson Gk 400

                                         2182 Baldvin Njálsson GK 400 Mynd Þorgeir Baldursson  2020

18.08.2020 22:43

Barði NK 120 á Eyjafirði

                                             1976 Barði NK 120 ex Snæfugl SU  Mynd þorgeir Baldursson 

17.08.2020 23:35

Kappsigling til Hafnar

               Þinganes SF 25 og Öðlingur SF 165 i innsiglingunni til Hornafjarðar mynd þorgeir Baldursson 2020

16.08.2020 16:40

Jökull siglir með ferðafólk um Jökulsárlón i miðri Covid

                   2663 Jökull siglir með ferðafólk á Jökulsárlóni i Ágúst 2020mynd þorgeir Baldursson 

16.08.2020 16:36

Kap VE 4 á landleið með makril

                                               1742 Kap VE 4  Mynd Þorgeir Baldursson júli 2020

16.08.2020 16:32

Sigurður Ólafsson SF 44

                               173 Sigurður Ólafsson SF 44 Mynd þorgeir Baldursson Ágúst 2020

16.08.2020 16:27

Gjafar Gk 105

                                         1929 Gjafar GK 105 á Djúavogi mynd þorgeir Baldursson 2020

15.08.2020 14:11

Málmey Sk1 kominn í sparifötinn

       1833 Málmey Sk 1 kominn í sparifötinn mynd þorgeir Baldursson 

14.08.2020 07:34

Höfrungur 111 Ak 250

        Höfrungur 111 Ak 250 mynd þorgeir Baldursson 2020

13.08.2020 08:02

Nýtt Frystihús Samherja á Dalvið opnað

     Frystihús Samherja á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 28 júli 2020

I dag verður vinnslu i hinu nýja frystihúsi Samherja á Dalvik startað og verður þetta 

griðaleg breyting fyrir alla þá sem að unnu i gamla húsinu þvi að þarna er allt á einni hæð

og afköstin mun meiri og betri innilaga til skipasiðan óskar samherja innilega til hamingju 

  með þetta nýja hús 

13.08.2020 00:55

"Hörkuskip og í góðu standi"

              Venus HF 519 Mynd Þorgeir Baldurssson . 

                          Kaldbakur EA1 Mynd þorgeir Baldursson 

                 Poseidon EA 303 mynd þorgeir Baldursson

 

                         Blængur NK 125 mynd þorgeir Baldursson

               Snorri Sturlusson VE 28 mynd þorgeir Baldursson 
 
                                    Mánaberg ÓF42  mynd þorgeir Baldursson 

• Um 40 ár síðan Spánartogararnir komu til landsins • Venusi, áður Júní, lagt í sumar • Ráðgert að selja Frera, áður Ingólf Arnarson • Saga Guðmundar Jónssonar skipstjóra og Venusar samofin

Kallinn í brúnni Guðmundur Jónsson, skipstjóri, um borð í Venusi í gær. Hann var stýrimaður í áhöfninni sem sótti skipið til Spánar fyrir 40 árum.

Kallinn í brúnni Guðmundur Jónsson, skipstjóri, um borð í Venusi í gær. Hann var stýrimaður í áhöfninni sem sótti skipið til Spánar fyrir 40 árum. — Morgunblaðið/RAX

Stríð Víetnam var efst á baugi á forsíðu Morgunblaðsins 17. janúar 1973, en þar var líka að finna stóra mynd af Bjarna Benediktssyni, togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Í blaðinu var frásögn af komu skipsins til Reykjavíkur.

Réttur dagur Þriðja skipið með nafninu Júní kom til Hafnarfjarðar 3. júní 1973. Kjartan Jóhannsson, stjórnarformaður BÚH, og Einar Sveinsson, forstjóri, fögnuðu með Halldóri Halldórssyni skipstjóra.

Venus Framundan eru veiðar í Barentshafinu.

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Já, já, við höfum fengið einn og einn fisk í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi HF 519.

Baksvið

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

„Já, já, við höfum fengið einn og einn fisk í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi HF 519. „Annars hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að fara vel með fólkið mitt, að eyða sem minnstu og veiða sem mest,“ segir Guðmundur. Leiðir skipsins og skipstjórans hafa verið samofnar allar götur frá árinu 1973 að hann náði í skipið til Spánar sem ungur stýrimaður hjá Halldóri Halldórssyni. Nú er fyrirhugað að leggja Venusi síðsumars samfara breytingum hjá HB Granda.

„Það verður vissulega eftirsjá að Venusi ef skipinu verður lagt eða það selt í sumar,“ segir Guðmundur. „Þetta er hörkuskip og í góðu standi enda eru ekki nema 16 ár síðan það var nánast algerlega endurbyggt. Útgerðin telur sig fá meira klink í kassann með breytingum á flota fyrirtækisins og fækkun sjómanna og þá er bara að sætta sig við útkomuna í reikningsdæminu. Þessar breytingar eru hins vegar ekki einkamál okkar á Venusi heldur verkefni allra sjómanna hjá HB Granda. Við klárum þessa túra sem eftir eru og svo spila menn úr stöðunni, en það er gott að vita af breytingunum með góðum fyrirvara. Það þurfa allir tíma til að átta sig og ástæðulaust að hlaupa of hratt til einhverra ákvarðana.“

Venus er einn Spánartogaranna sex sem komu til landsins á árunum 1972-1975 fyrir atbeina stjórnvalda og með ríkisábyrgð. Skuttogaravæðingin var þá í algleymingi, en Spánartogararnir voru stærri en flestir hinna togaranna sem komu á þessum árum. Venus var annar í röð þessara skipa og kom til landsins fyrir tæpum 40 árum í maí 1973. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar keypti skipið og bar það nafnið Júní GK þar til Hvalur hf. keypti það.

 

27 ára skipstjóri á Júní

Guðmundur kláraði Stýrimannaskólann 1968 og var á Gróttu RE til 1971. Hann var ráðinn sem stýrimaður á nýjan Júní og tók við skipinu í september 1973, þá 27 ára gamall, nokkrum mánuðum eftir að skipið kom til landsins. Fjórum árum síðar tók hann við Maí, sem einnig var í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, og var með Maí þar til Hvalur hf. keypti Júní árið 1984 og tók hann þá að nýju við skipinu, sem fékk nafnið Venus.

„Það varð mikil breyting á þegar Venus var nánast endurbyggður í Póllandi 1996,“ segir Guðmundur, en skipið hafði skemmst mikið í eldsvoða við bryggju í Hafnarfirði. „Við komum heim með nánast nýtt skip; innréttingar, tæki og fiskvinnslan, allt nýtt og svo var hann lengdur. Skipt hafði verið um vél í skipinu 1980 og enn er talað um „nýju vélina“. Síðar varð Venus hluti af flota Granda og ég fylgdi með.“

 

Einhver stór skekkja í þessu

Guðmundur vill ekki gera mikið úr aflabrögðum, mettúrum og miklu verðmæti, sem þó má auðveldlega finna við snögga leit á netinu. Segir þó að oft hafi þetta verið skemmtilegt og mikill atgangur um borð. 26 eru í áhöfn og túrarnir yfirleitt 30-40 dagar. Hann segir að kvótinn og afköstin í frystingunni stýri mestu nú orðið, en nóg sé af fiski á öllum miðum.

„Fyrstu árin hjá Hval hf. vorum við á sóknarmarki og það reyndi á þig að fiska þegar þú hafðir frjálsræðið. Eftir að kvótakerfið kom alveg á hefur þurft að dreifa aflanum á einhvern tímaás. Stundum finnst manni að þetta sé ekki almennileg vinna. Eins og aðstæður eru núna fara menn út til að ná í eitthvað af því sem þeir hafa fengið minnst úthlutað af. Til þess að ná því þurfa menn að berjast á hæl og hnakka við að forðast fiskinn sem búið er að rækta mest, eins og þorsk og ýsu. Það er einhver stór skekkja í þessu öllu saman og þetta er ekki bara hér.

Við vorum að koma úr Barentshafinu og þurftum að leggja okkur alla fram til að við tækjum ekki of stórt hal. Það var mokfiskirí þarna en ekkert í maga fisksins, hann var bara galtómur. Þetta var langmest boltafiskur, sem markaðurinn vill ekki lengur vegna offramboðs. Svo vantar allan smá- og millifisk og þetta er af því að fiskifræðingarnir og ráðgjafarnir eru búnir að hindra eðlilegar veiðar úr stofnunum. Það sem gerist á næstu 4-5 árum er að hann étur undan sér og hrynur niður.“

 

Hafa búið að því síðan

Guðmundur fullyrðir að enginn af íslensku frystitogurunum sé t.d. með eins góða fiskvinnslu og er um borð í Venusi, en skipinu var breytt í frystitogara 1988. Hann segir einnig að einstaklega vel hafi tekist til með endurbygginguna á Venusi í Póllandi. Afköstin eru mismikil eftir því hvaða afurðir eru unnar hverju sinni, en gjarnan um 50 tonn á sólarhring upp úr sjó.

„Vissulega hafa sum tímabil í þessu verið skemmtilegri en önnur. Þegar ég lít til baka finnst mér skemmtilegasti tíminn hafa verið þegar við vorum að þróa veiðarfæri og stækka trollin þegar fór að draga úr afla á úthafskarfanum á Reykjaneshryggnum upp úr 1990. Það þurfti oft að taka á því og finna út hvað var best og þetta gekk ekki alltaf snurðulaust. Við á Venusi og Hampiðjan börðum okkur í gegnum þetta og menn hafa búið að því síðan.

Ummál trollsins var stækkað úr um 1.100 fermetrum í yfir tvö þúsund fermetra án þess að auka efnismassann í veiðarfærunum, því þau máttu ekki þyngjast þar sem vélaraflið var komið á topp í drættinum. Með auknu ummáli stækkuðum við fremstu möskvana gríðarlega og á sama tíma urðu veiðarfærin léttari þrátt fyrir allt. Við fiskuðum ágætlega í fyrstu tilraunum okkar, en þetta flæktist óskaplega og ég man að við þurftum að fara fimm sinnum í land til að greiða úr flækjunni. Við Guðmundur Gunnarsson, vinur minn í Hampiðjunni, hættum ekki og að lokum gengu þessar æfingar upp. Ég dáðist að þolinmæði útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar þegar við stóðum í þessu.

Það var líka dálítið sérstakt hvernig það kom til að menn fóru að veiða karfa á Reykjaneshryggnum. Í sóknarmarkinu var hámark á þorski og ýsu, en frelsi í ufsa, grálúðu og karfa. Það fylgdi líka að menn þurftu alltaf að stoppa visst marga daga í mánuði í landi. Útgerðirnar í Hafnarfirði voru allar á sóknarmarki og söfnuðu þessum dögum saman og fengu leyfi til að nýta þá í úthafinu yfir sumarið. Ég held að Íslendingar hefðu ekkert farið að veiða úthafskarfann nema vegna þessara daga sem menn áttu til hliðar við sóknarmarkið,“ segir Guðmundur.

 

Heppinn með mannskap

Hann segir að bylting hafi orðið í útgerð með komu skuttogaranna og hann hafi verið heppinn með mannskap.

„Síðustu ár hafa þetta mikið til verið sömu kallarnir, yfirleitt fínir kallar. Fyrstu árin var hins vegar rosalegt rennirí á mannskapnum. Þá voru minni skuttogararnir margir að koma líka og þar voru allt öðru vísi hlutaskipti og kjör. Á stóru skipunum eins og Júní voru undirmennirnir með hátt, fast kaup, en á minni togurunum voru menn allir upp á hlut samkvæmt bátakjarasamningum. Menn komu því um borð til okkar, lærðu handtökin og fóru svo á minni skipin eftir nokkra túra. Nú eru allir fyrir löngu komnir á hlutaskipti.“

Venus kom á sunnudag úr Barentshafinu með fullt skip af unnum afurðum, en alls veiddi skipið tæplega 1.300 tonn af fiski. Þorskur var uppistaðan, en meðafli eins og ýsa, ufsi og grálúða um 25%. Skipið heldur á ný til veiða í Barentshafinu á laugardag undir stjórn Haraldar Árnasonar. Þeir félagarnir skiptast á um skipstjórnina og hafa verið saman í baráttunni í 40 ár eða alveg frá því að Venus, þá Júní, kom til landsins.

Talsverð tíðindi þegar togararnir komu

Á meðfylgjandi úrklippum úr Morgunblaðinu má sjá að það voru talsverð tíðindi þegar Spánartogararnir sex komu til landsins. Skipin voru smíðuð á árunum 1972-74 hjá Astilleros Luzuriaga S.A. í Pasajes de San Juan-skipasmíðastöðinni á Spáni, skammt frá San Sebastian. Enn eru fimm þeirra gerðir út frá Íslandi.

Fyrstur Spánartogaranna, sem voru raðsmíði, var Bjarni Benediktsson RE, sem kom til landsins í janúar 1973. Skipið fékk síðar nafnið Merkúr RE og er núna frystitogarinn Mánaberg ÓF 42.

Júní HF var annar í röðinni, núna Venus HF 519. Skipið kom til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í byrjun júní 1973. Skipinu var breytt í frystiskip 1988 og var lengt og hækkað 1995 auk margvíslegra annarra breytinga.

Ingólfur Arnarson RE kom til Bæjarútgerðar Reykjavíkur í desember 1973. Skipið er nú Freri og er gert út af Ögurvík. Fyrirhugað er að selja skipið í sumar.

Snorri Sturluson RE var fjórði röð í Spánartogaranna og kom til landsins 1973. Hann var seldur til Rússlands árið 2008 og gerður út frá Petropavlovsk á Kamchatka.

Poseidon EA 303 var áður Harðbakur EA og kom til landsins í ársbyrjun 1974. Skipið er skráð sem vinnuskip og hefur m.a. verið notað til aðstoðar við olíuleit.

Kaldbakur EA 1 kom til landsins haustið 1974 og er gerður út af Útgerðarfélagi Akureyringa. Skipið hefur einnig borið nafnið Sólbakur.

Breytingar

» „Af heimasíðu HB Granda: Vegna betri afkomu landvinnslunnar og skerðingar á aflaheimildum hefur HB Grandi ákveðið að leggja einum frystitogara sínum og breyta öðrum í ísfisktogara... Venusi, [áður Júní] sem er elsti togari félagsins, smíðaður á Spáni 1973, verður lagt.“ Reiknað er með að aflaheimildir frystitogaranna Helgu Maríu og Venusar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár verði uppurnar 10. júlí.
» Um miðjan nóvember greindi Ögurvík frá því að fyrirtækið hygðist selja Frera [áður Ingólf Arnarson], en skipið verður gert út þar til í mars.

12.08.2020 22:33

Sæborg heldur i Hvalaskoðun i dag

                     1475 Sæborg ÞH á Leið i hvalaskoðun i dag Mynd þorgeir Baldursson 12 ágúst 2020

11.08.2020 22:37

Horfst i augu við lunda og Toppskarfa

 

Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum.

Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu.

Siggeir Pétursson  Skipst Mynd þorgeir Baldursson 

       2427 Særún SH  við bryggju i Stykkishólmi Mynd þorgeir Baldursson 

 

Særún er tvíbytna sem tekur allt að 115 farþega. Um borð er veitingasalur með sæti fyrir 98 manns.

Á dekkinu eru bekkir fyrir farþega og útisvæði þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og leiðsagnar.

            plógurinn tæmdur mynd þorgeir Baldursson júli 2020

Aftan á dekkinu er borð og plógur sem notaður er til að veiða ferksmeti úr sjónum og gefst farþegum færi á að smakka á aflanum.

       fiskurinn borðaður beint úr Skelinni mynd Þorgeir Baldursson

                  Mikil ánæja með ferðina mynd þorgeir Baldursson 

                      Gott i matinn Mynd  Þorgeir Baldursson 

Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum.

Hann ætti að kunna handtökin því hann stofnaði upphaflega til þessara ferða með fyrirtæki sínu Eyjaferðum fyrir um 34  árum.

Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu. 

Siglt er frá Stykkishólmi inn á Hvammsfjörð við Suðureyjar Breiðarfjarðar. Eyjarnar eru nærri 3 þúsund talsins og skerin álíka mörg.

Siglt er mjög eyjunum og eru farþegar í návígi við fuglalífið og lífið í sjónum. Á leiðinni er tekinn hörpudiskur og ígulker með plógnum. 

              Igulkershrogn eru herramannsmatur mynd þorgeir Baldursson 

Frakkarnir sólgnir

„Farþegar snæða þessa lystisemdar beint úr skel og drekka hvítvín með.

Frakkarnir eru sérstaklega sólgnir í þetta og ná að borða fyrir verðmæti ferðarinnar og sennilega nokkrum sinnum það.

Það hafa reyndar verið mjög mikið af Íslendingum í þessum ferðum í sumar og nú hefur aðeins bæst við af öðrum þjóðernum.

Þetta er dálítið sérstök upplifun því allir bera andlitsgrímur og taka þær niður rétt á meðan matast er.

           Nægur matur fyrir alla mynd Þorgeir Baldursson 

Það kemur alltaf yfirdrifið nóg af skel upp þannig að það er nóg fyrir alla,“ segir Siggeir sem er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. 

Þetta er ein þeirra ferða sem í boði er innanlands sem erlendir ferðamenn hafa gefið hvað hæstu einkunn.

     Börnin voru sérlega áhugasöm um krabba og kuðunga mynd þorgeir 

 

Hún tekur ekki nema tvær klukkustundir og fimmtán mínútur og farið er mjög nálægt mörgum eyjum.

Fuglarnir eru yfirmáta spakir enda vanir ferðum bátsins um áratugaskeið.

               Lundinn er hinn spakasti mynd þorgeir Baldursson

                        Toppskarfur á kletti mynd þorgeir Baldursson 

Farið er næst um einn og hálfan metra frá hreiðrunum og farþegar horfast í augun á lundum, teistum, ritum, toppskörfum og múkkum. 

                         Ritur i bjarginu mynd þorgeir Baldursson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060480
Samtals gestir: 50933
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58
www.mbl.is